Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. janúar 2022 13:50
Brynjar Ingi Erluson
Mismælti sig í lýsingu - „Þú heyrir pirringinn á Emptyhad"
Etihad-leikvangurinn
Etihad-leikvangurinn
Mynd: Getty Images
Jim Beglin, lýsandi á BT Sport, mismælti sig í lýsingu á leik Manchester City og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en myndband af því fer nú eins og eldur um sinu á netinu.

Staðan er markalaus í hálfleik í stórleiknum en á 35. mínútu mismæli Beglin sig er hann var að tala um lætin í stuðningsmönnum.

„Þú heyrir pirringinn í kringum Emptyhad," sagði Beglin áður en hann leiðrétti sig og sagði Etihad.

Stuðningsmenn annarra liða hafa oft gert grín að Manchester City og kallað völl þeirra Emptyhad þar sem það gekk oft illa að manna 55 þúsund manna leikvanginn.

Í dag er Manchester City með 52 þúsund manns að meðaltali á lelkjum liðsins en það gátu margir hlegið að þessum mismælum Beglin í beinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner