Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. mars 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ilicic gaf leikboltann eftir fernuna gegn Valencia
Mynd: Getty Images
Josip Ilicic, slóvenskur framherji Atalanta, fékk að eiga boltann eftir magnaðan 3-4 sigur á útivelli gegn Valencia í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ilicic var maður leiksins enda skoraði hann öll fjögur mörk sinna manna og fékk því að halda knettinum.

Slóveninn hafði engan áhuga á að halda boltanum útaf fyrir sig þrátt fyrir þetta magnaða afrek og gaf hann frekar til Papa Giovanni XXIII spítalans í Bergamó, heimaborg Atalanta.

Bergamó er eitt af þeim svæðum sem hefur lent verst í kórónaveirunni utan Kína.

„Bergamo, þetta er fyrir þig. #EkkiGefastUpp. Þetta er sigur sem ég tileinka til allra þeirra sem leggja þrotlausa vinnu í baráttunni gegn Covid-19 allan sólarhringinn," sagði Ilicic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner