Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. mars 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves lokar Molineux - Neðrideildafélög stefna í gjaldþrot
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Wolves er búið að loka öllu sem tengist félaginu vegna kórónaveirunnar. Búist er við að fleiri úrvalsdeildarfélög muni fylgja næstu daga.

Stjórn félagsins staðfestir að engir starfsmenn verði reknir og allir munu halda áfram að fá greidd laun.

Ítölsk og spænsk félög eru mörg búin að loka allri starfsemi sinni og ljóst er að mörg neðrideildarfélög gætu þurft að reka stóran hluta starfsmanna sinna.

Kórónaveiran gæti gert neðrideildafélög gjaldþrota þar sem flest þeirra reiða sig á miða- og varningssölu til að halda daglegum rekstri gangandi.

„Það eru félög sem munu ekki lifa þetta af. Við reiðum okkur á, líkt og mörg önnur neðrideildalið, tekjur úr félagsheimilinu okkar. Við erum með stórt heimili þar sem eru tveir salir og peningurinn sem skapast dekkar stóran hluta af okkar daglega rekstrii," segir Steve Thompson, framkvæmdastjóri Dagenham & Redbridge í utandeildinni.

„Fólk mun hætta að mæta á leiki og okkar helsta innkoma kemur úr brúðkaupsafmælum og afmælisveislum. Fólk er ekki að halda mikið af veislum þessa dagana.

„Þetta er ekki bara fótboltinn heldur allt sem tengist honum. Við getum ekki aflað okkur tekna og gætum þurft reka stóran hluta starfsteymisins."

Athugasemdir
banner
banner