Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 15. apríl 2024 23:38
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Chelsea og Everton: Palmer fékk 10 - Pickford þristaður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Chelsea rúllaði yfir Everton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Cole Palmer var allt í öllu þar sem hann skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og endaði með fernu í 6-0 sigri.

Sky Sports gaf leikmönnum einkunnir að leikslokum og var Palmer að sjálfsögðu langbestur, en hann fékk fullkomna einkunn sem er afar sjaldgæf hjá Sky.

Palmer fékk 10 í einkunn en næstu menn á eftir honum voru Mykhailo Mudryk, Noni Madueke, Nicolas Jackson og Alfie Gilchrist sem kom inn af bekknum til að skora síðasta mark leiksins. Þeir fengu allir áttur fyrir sinn þátt í stórsigrinum.

Til samanburðar fékk enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford aðeins 3 í einkunn fyrir sína frammistöðu í tapinu, rétt eins og liðsfélagar sínir Amadou Onana og James Garner sem voru yfirspilaðir á miðjunni.

Chelsea: Petrovic (6), Gusto (7), Silva (7), Chalobah (7), Cucurella (7), Caicedo (7), Gallagher (7), Palmer (10), Mudryk (8), Madueke (8), Jackson (8).
Varamenn: Chukwuemeka (6), Chilwell (6), Casadei (6), Washington (6), Gilchrist (8)

Everton: Pickford (3), Coleman (4), Tarkowski (5), Branthwaite (4), Mykolenko (4), Onana (3), Garner (3), McNeil (4), Young (5), Doucoure (5), Beto (4)
Varamenn: Harrison (6), Gomes (6), Keane (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner