Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. maí 2019 09:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markaðurinn lokar klukkan 18:15
Kolbeinn Þórðarson fékk fullt af stigum fyrir síðustu umferð.
Kolbeinn Þórðarson fékk fullt af stigum fyrir síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eyjabiti
Fjórða umferðin í Pepsi Max-deild karla hefst í kvöld og verða fjórir leikir á dagskrá.

Markaðurinn í Draumaliðsdeild Eyjabita lokar klukkutíma fyrir leikinn, klukkan 18:15, og mikilvægt að gera breytingar fyrir þann tíma, ef þú telur þig þurfa á breytingum að halda.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Þetta eru þeir leikmenn sem fengu bónusstig fyrir síðustu umferð.

Stórglæsileg verðlaun
Áttunda árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir Draumaliðsleik í Pepsi-deild karla. Fjórða árið í röð er harðfiskvinnslan Eyjabiti aðalstyrktaraðili deildarinnar sem rekin er af Fóbolta.net í samstarfi við Íslenskan toppfótbolta eins og síðustu ár.

Þjálfari stigahæsta liðsins í Draumaliðsdeildinni í lok móts fær ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum með Vita ferðum sem og harðfisk frá Eyjabita.

Eyjabiti gefur reglulega harðfisk fyrir stigahæstu umferðirnar.

Leikurinn í stuttu máli
Þú færð 100 milljónir króna til að kaupa 15 leikmenn úr Pepsi-deildinni. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum en mörg atriði eru tekin inn í reikninginn í stigagjöfinni.

Athugið að ekki hægt er að nota sama notendanafn og í fyrra. Fólk þarf að skrá sig upp á nýtt í ár.

Taktu þátt og sýndu snilli þína í að velja lið, þátttaka er að sjálfsögðu ÓKEYPIS!

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

UPPFÆRT: Leik HK og ÍBV var frestað til morguns og því lokar markaðurinn ekki fyrr en 18:15.

Leikirnir í 4. umferð:

Í kvöld:
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Eimskipsvöllurinn)
19:15 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
19:15 ÍA-FH (Norðurálsvöllurinn)

Á morgun:
18:45 HK-ÍBV (Kórinn)
19:15 Grindavík-KR (Grindavíkurvöllur)
19:15 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner