Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barzagli hættur sem aðstoðarþjálfari Sarri
Barzagli og Chiellini hafa unnið ítölsku deildina síðustu átta ár með Juventus.
Barzagli og Chiellini hafa unnið ítölsku deildina síðustu átta ár með Juventus.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn fyrrverandi Andrea Barzagli er búinn að segja upp starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Maurizio Sarri hjá Juventus.

Barzagli er 39 ára gamall og lék fyrir Juventus í átta ár, frá 2011 til 2019, auk þess að spila 73 leiki og verða heimsmeistari með landsliði Ítalíu.

Hann lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð og var strax ráðinn í þjálfarateymi Sarri.

„Þetta er lífsstílsákvörðun sem ég er að taka. Þetta var mjög erfið ákvörðun en ég áttaði mig á því að ég vildi njóta meiri tíma með fjölskyldunni sem hefur staðið við bakið á mér öll þessi ár," skrifaði Barzagli á Instagram.

„Ég valdi fjölskylduna mína framyfir Juventus-fjölskylduna. Ég mun vera ævinlega þakklátur Juventus fyrir allt sem félagið hefur gert fyrir mig, en þetta var rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímapunkti."

View this post on Instagram

Ho deciso di fare una scelta di vita. È stata una scelta di cuore! Non per questo non sofferta. Ma sentivo l’esigenza di vivere maggiormente la mia famiglia che, silenziosamente in tutti questi anni, ha appoggiato e accompagnato le mie scelte professionali. Ho scelto di privilegiare, oggi, una famiglia a dispetto di un’altra, la Juventus, a cui sarò sempre legato ed eternamente grato. Ma era giusto scegliere. Il mio pensiero corre a chi mi ha dimostrato sempre la massima stima e la totale vicinanza professionale e umana. Il Presidente, il mister, Fabio e Pavel. Figure che hanno contribuito alla mia crescita e che con discrezione e amicizia hanno camminato al mio fianco. I GRAZIE sarebbero tantissimi. I compagni, i tifosi, i professionisti che lavorano ogni giorno per rendere la Juventus ciò che è! Riassumo tutto in un grande e gigantesco: #finoallafine forza @juventus! Sempre vostro, Andrea!

A post shared by Andrea Barzagli (@andreabarzagli15) on


Athugasemdir
banner
banner