lau 15. maí 2021 17:57
Victor Pálsson
2. deild: Haukar skoruðu fimm - Vose með tvö fyrir Magna
Haukar í stuði.
Haukar í stuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það var líf og fjör í 2.deild karla í dag en fimm leikir voru spilaðir og vantaði að venju ekki upp á mörkin.

Önnur umferð deildarinnar var spiluð og er það ÍR sem situr á toppnum þessa stundina með sex stig. ÍR lagði Völsung 2-1 á útivelli í dag.

Markaleikurinn var fyrir austan þar sem Leiknir F. fékk á sig fimm mörk í tapi gegn Haukum. Tómas Leó Ásgeirsson gerði þrennu fyrir Hauka í leiknum.

Dominic Vose byrjar vel með liði Magna en hann skoraði tvennu er liðið gerði 2-2 jafntefli við Njarðvík.

Leik Reynis S. og KF var að ljúka og verður markaskorurum úr þeim leik bætt inn síðar í kvöld.

Þróttur V. 1 - 1 Fjarðabyggð
1-0 Andrew James Pew('23)
1-1 Vice Kendes('79)

Leiknir F. 2 - 5 Haukar
0-1 Guðmundur Arnar Hjálmarsson(sjálfsmark, '34)
1-1 Stefán Ómar Magnússon('60)
1-2 Tómas Leó Ásgeirsson('62)
1-3 Tómas Leó Ásgeirsson('67)
1-4 Tómas Leó Ásgeirsson('77)
1-5 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson('82)
2-5 Björgvin Stefán Pétursson('90)

Magni 2 - 2 Njarðvík
1-0 Dominic Vose('42)
1-1 Bergþór Ingi Smárason('47)
1-2 Magnús Þórðarson('80)
2-2 Dominic Vose('83)

Völsungur 1 - 2 ÍR
0-1 Arian Ari Morina('59)
0-2 Jorgen Pettersen('70)
1-2 Sæþór Olgeirsson('77)

Reynir S. 0 - 2 KF
0-1 Oumar Diouck ('50)
0-2 Sachem Wilson ('73)
Athugasemdir
banner
banner