Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. maí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hannes skaut á fréttamann - „Ertu ekkert á netinu eða?"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR varð Íslandsmeistari í knattspyrnu árið 2019 og Valur varð Íslandsmeistari í fyrra. Lið Vals var búið að bíða lengi eftir því að fá bikarinn afhentan og gerðist það loksins í vikunni.

Það flaug ekki mjög hátt og varð undirritaður ekki var við það. Það var Stefán Marteinn Ólafsson, fréttaritari Fótbolta.net á leik Vals og HK, ekki heldur. Stefán ræddi við Hannes Þór Halldórsson, markvörð Vals, í viðtali eftir leik.

Þið eigið ferð á Meistaravelli í næsta leik, þið urðuð Íslandsmeistarar í fyrra en eigið eftir að fá bikarinn afhentan. Ætliði þið að kippa með ykkur titlinum úr Vesturbænum?

„Við fengum hann reyndar afhentan í síðustu viku, ertu ekkert á netinu eða?" sagði Hannes léttur.

„Við fengum hann um daginn, í vikunni. Þetta verður erfiður leikur á mánudaginn gegn KR," sagði Hannes. Viðtalið má sjá neðst í fréttinni.

Myndir af bikarafhendingunni má ekki sjá á samfélagsmiðlum Vals en undirritaður gróf upp myndband á vef Vísis.


Hannes Þór: Það skemmtilegasta sem maður upplifir í fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner