Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. maí 2022 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Næsta skref er að styrkja liðið enn frekar
Mynd: EPA
Mynd: EPA

West Ham komst tveimur mörkum yfir gegn toppliði ensku úrvalsdeildarinnar Manchester City er liðin mættust í dag. Man City gat svo gott sem tryggt sér úrvalsdeildartitilinn með sigri.


Hamrarnir leiddu 2-0 í hálfleik en gestirnir frá Manchester voru búnir að jafna á 68. mínútu.

Riyad Mahrez steig á vítapunktinn þegar nokkrar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en Lukasz Fabianski varði meistaralega frá honum.

David Moyes stjóri West Ham var kátur að leikslokum og lýsti aðdáun sinni á liði Man City.

„Ég vona að einn daginn geti ég látið mitt lið spila eins og liðin hans Pep. Þeir eru svo góðir á boltanum, við gátum ekki tekið hann af þeim. Þegar maður er ekki með boltann þarf maður að aðlagast og þess vegna vorum við þéttir og beittum skyndisóknum," sagði Moyes eftir leik.

„Þetta var langur dagur þar sem ég stóð á hliðarlínunni og horfði á Manchester City vera með boltann í kringum vítateiginn okkar.

„Við vorum með leikplan en við vildum líka reyna að halda boltanum aðeins og gera eitthvað með hann, en í hvert skipti sem við fengum boltann þá eltu þeir okkur uppi eins og hundar og náðu aftur í hann. Við komum nokkrum boltum fyrir aftan varnarlínuna þeirra og gerðum góð mörk."

West Ham hefur átt gott tímabil og komst alla leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Liðið er með öruggt sæti í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð og aðeins tveimur stigum frá Evrópudeildarsæti. Hamrarnir geta náð sætinu með sigri á útivelli gegn Brighton í lokaumferðinni. Þeir þurfa þó að treysta á að Crystal Palace taki minnst stig af Manchester United þegar liðin mætast á Selhurst Park.

„Ég er svekktur að við náðum ekki að berjast um Meistaradeildarsæti en við erum samt á ótrúlegum stað, sérstaklega eftir að hafa spilað líka í Evrópudeildinni allt tímabilið. Ég er mjög heppinn að vera með þennan leikmannahóp.

„Ég sagði að það yrði erfitt að ná sjötta sætinu aftur. Næsta skref er að finna leið til að styrkja liðiið enn frekar.

„Við gáfum Liverpool, Tottenham, Arsenal og Manchester City alvöru leiki á þessu tímabili."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner