Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. maí 2022 09:20
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fögnuðinn: Stuttgart hélt sér uppi með sigurmarki í uppbótartíma
Sasa Kalajdzic var tolleraður af stuðningsmönnum Stuttgart
Sasa Kalajdzic var tolleraður af stuðningsmönnum Stuttgart
Mynd: Getty Images
Þýska liðið Stuttgart var á leið í umspil um sæti í þýsku deildinni fyrir lokaumferðina í gær. Tímabilið var erfitt en stuðningsmenn félagsins gátu þó glaðst yfir hálfgerðu kraftaverki sem átti sér stað í uppbótartíma.

Stuttgart sat í 16. sæti deildarinnar með 30 stig og til þess að halda sér uppi þurfti liðið að vinna og treysta á að Hertha Berlín myndi tapa fyrir Borussia Dortmund.

Dortmund gerði sitt. Það var hinn kornungi Youssoufa Moukoko sem gerði sigurmark Dortmund á 84. mínútu gegn Herthu og ljóst að Stuttgart þyrfti að vinna.

Staðan var 1-1 og fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma en þegar rúm mínútu var búin af uppbótartímanum skoraði Wataru Endo sigurmark Stuttgart.

Það ætlaði allt um koll að keyra á heimavelli liðsins og braust út gríðarlegur fögnuður. Þegar flautað var til leiksloka hlupu svo stuðningsmenn inn á völlinn og héldu gott teiti en myndbönd af því má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner