Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 15. maí 2022 22:22
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag tekur til starfa hjá Man Utd á morgun
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag er væntanlegur til Manchester á morgun og hefur þá störf sem stjóri Manchester United.

Ten Hag stýrði sínum síðasta leik með Ajax í dag en liðið hafði fyrir leikinn tryggt sér hollenska meistaratitilinn.

Ralf Rangnick mun þó stýra United gegn Crystal Palace í lokaumferðinni. United er í sjötta sæti og á ekki möguleika á því að komast ofar.

Ten Hag ætlar að funda með leikmönnum og starfsmönnum.

Mitchell van der Gaag, aðstoðarmaður Ten Hag hjá Ajax, fylgir honum á Old Trafford og þeir vonast til þess að Steve McClaren komi einnig inn í þjálfarateymið.
Athugasemdir
banner