Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 18:32
Arnar Daði Arnarsson
Danskur leikmaður æfir með Val
Danskur leikmaður æfir með Val.
Danskur leikmaður æfir með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danskur leikmaður, Sebastian Grönning hefur verið að æfa með Val síðustu daga. Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals vildi ekkert gefa það upp hvort samið yrði við leikmanninn.

„Það kemur í ljós," sagði Ólafur í viðtali eftir 5-1 sigur Vals á ÍBV í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Sebastian sem er fæddur árið 1997 er sóknarsinnaður leikmaður sem er alinn upp hjá Álaborg en hefur að undanförnu leikið með Hobro í Danmörku.

Grönning er samningslaus og gæti því gengið frítt til Vals og verið löglegur með liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnar 1. júlí ef Valur ákveður að semja við hann.

Viðtalið við Óla má sjá hér að neðan.
Óli Jó: Árið í fyrra er búið
Athugasemdir
banner
banner
banner