Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Japanski Messi' til Real Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Real Madrid var að kaupa Takefusa Kubo frá FC Tokyo í Japan. Hann hefur verið kallaður 'japanski Messi'.

Kubo, sem var eitt sinn á mála hjá erkifjendum Real Madrid í Barcelona, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Japan í síðasta mánuði og mun hann vera í leikmannahópi Japan á Copa America sem hófst síðastliðna nótt.

Hann mun byrja að spila með Castilla, B-liði Real Madrid, í C-deildinni á Spáni á næstu leiktíð.

„Real Madrid mun hafa einn efnilegasta leikmann í heimi í sínum röðum, sóknarmiðjumaður með mikla tækni og mikla hæfileika," sagði í tilkynningu Real Madrid.

Í april var sagt frá því að Real Madrid hefði áhuga á honum, sem og Barcelona og Paris Saint-Germain.

Take, eins og hann er kallaður, var á mála hjá Barcelona þegar hann var yngri en hann sneri aftur til Japan 2015.

Hann verður ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Real Madrid í sumar, langt því frá. Félagið hefur nú þegar fengið leikmenn eins og Eden Hazard, Luka Jovic, Eder Militao, Ferland Mendy og brasilíska ungstirnið Rodrygo til sín.

Sjá einnig:
Kölluðu eftir Mbappe er Hazard var kynntur í Madríd
Athugasemdir
banner
banner
banner