Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. júní 2021 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fyrst og síðast liggur það hjá honum að hafa fundið gleðina"
Kristinn Steindórsson
Kristinn Steindórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Þór Jónsson sem textalýsti leik Breiðablik og Fylki hér á Fótbolta.net á laugardag valdi Kristinn Steindórsson næst besta mann vallarins. Kristinn lagði upp mark í leiknum og skrifaði Maggi Mark eftirfarandi um Kidda í skýrsluna eftir leik:.

„Algerlega fundið sig í grænu treyjunni, stanslaust að leita að sendingum sem skipta máli sóknarlega og átti frábæra stoðsendingu sem skapaði fyrsta markið."

Kiddie er Bliki og kom aftur til félagsins fyrir síðasta tímabil eftir erfið ár með FH. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var spurður út í Kidda í viðtali eftir leikinn.

„Kiddi var mjög góður í fyrra, átti frábærar innkomur en var kannski óheppinn með meiðsli. Hann hefur verið afbragðsgóður í undanförnum leikjum og er auðvitað frábær fótboltamaður."

„Fyrst og síðast liggur það hjá honum að hafa fundið gleðina, hún er dýrmætur fylgifiskur ef þú ætlar að spila vel. Það verður að vera gaman, þú verður að vera glaður og þér verður að líða vel. Honum virðist líða vel hjá okkur sem er auðvitað okkar gróði, frábær leikmaður,"
sagði Óskar.

Kristinn hefur skorað tíu mörk í 21 leik í deild og bikar frá komu sinni aftur í Breiðablik. Til samanburðar skoraði hann ekkert mark í 32 leikjum í deild og bikar með FH tímabilin 2018 og 2019.

Viðtalið við Óskar má sjá hér að neðan sem og viðtal við Kidda eftir leikinn.
Óskar Hrafn: Sigur í dag gerir lítið ef við erum ekki klárir á miðvikudag
Kiddi Steindórs: Ætli bóluefnið hafi ekki farið úr okkur í hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner