Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. júlí 2020 13:03
Elvar Geir Magnússon
Ætlaði að hætta í fótbolta en er nú byrjunarliðsmaður í sigurgöngu Fylkis
Nikulás Val kom inn í Fylkisliðið eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Nikulás Val kom inn í Fylkisliðið eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net fékk Þorstein Lár Ragnarsson, stuðningsmann Fylkis og vallarþul, til að rýna í söguna bak við sigurgöngu Árbæinga og setja liðið undir smásjá.

Seinna í dag birtist úttekt um Árbæjarliðið en Þorsteinn þekkir það út og inn.

Ein skemmtilegasta sagan í Fylkisliðinu er Nikulás Val Gunnarsson en þessi tvítugi miðjumaður hefur byrjað alla fjóra sigurleiki Fylkis og er með 100% sigurhlutfall í meistaraflokkki.

„Þessi strákur var engin barnastjarna og það fór lítið fyrir honum. Þetta er bara strákur sem gerir hlutina einfalt og án þess að vera með nokkra stæla," segir Þorsteinn.

„Hann var í raun og veru að fara að hætta í fótbolta eftir 2. flokkinn síðasta haust. Hann var búinn að mæta á örfáar æfingar hjá meistaraflokki síðasta sumar. Hann hafði annars eiginlega ekkert æft með meistaraflokknum."

Þjálfarar Fylkisliðsins vildu hafa Nikulás í hópnum og það hefur reynst vel.

„Þjálfarateymið sannfærði hann um þetta. Ég heyrði að Óli Stígs hafi í raun bara hitt hann á förnum vegi og spurt hvort hann ætlaði ekki að kíkja á æfingu. Hann ætlaði hugsanlega að hætta en þjálfararnir fengu hann til að halda áfram, sáu eitthvað í honum. Ég sjálfur vissi ekkert hver þetta var fyrr en núna í vetur," segir Þorsteinn.

„Hann fékkst til að hætta við að hætta, gerði samning í vetur og spilaði sína fyrstu mótsleiki fyrir meistaraflokk í Reykjavíkurmótinu. Gott yngri flokka starf Fylkis er að skila sér en þessi kemur nánast eins og þruma úr heiðskíru."

„Hann hefur verið að taka út sinn líkamlega þroska og smellur þetta inn í þetta. Það hjálpar honum að hann er ekki að reyna of mikið. Hann gerir hlutina einfalt."

Fylkismenn eru á toppi Pepsi Max-deildarinnar og mætir KR á sunnudaginn í stórleik í Árbænum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner