Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. júlí 2020 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Bologna jafnaði eftir að Andri kom inn á
Andri Fannar kom við sögu í kvöld.
Andri Fannar kom við sögu í kvöld.
Mynd: Andri Fannar
Þremur leikjum er lokið í Serie A í dag, fjórir leikir hefjast svo klukkan 19:45.

Í Milan sigruðu heimamenn lið Parma með þremur mörkum gegn einu. Gestirnir leiddu í hálfleik. Franck Kessie jafnaði leikinn með stórbrotnu marki og þeir Hakan og Romagnoli skoruðu annað og þriðja mark heimamanna.

Í Bologna kom Napoli í heimsókn, gestirnir voru á fínu skriði undir stjórni Rino Gattuso og leiddu í 73 mínútur í kvöld. Manolas kom gestunum yfir á 7. mínútu en Musa Barrow jafnaði á 80. mínútu. Andri Fannar Baldursson byrjaði á bekknum hjá Bologna en kom inn af bekknum á 78. mínútu. Sampa sigraði svo Cagliari sannfærandi, 3-0. Innkoman hjá Andra var sú fjórða á tímabilinu.

Napoli missti með jafnteflinu möguleikann á því að fara upp í 5. sætið og er með jafnmörg stig og Milan í 6. - 7. sæti. Bologna er í 10. sæti, Cagliari í 11., Parma í 12. og Sampa í 13. sætinu.

Sampdoria 3 - 0 Cagliari
1-0 Manolo Gabbiadini ('8 )
2-0 Federico Bonazzoli ('40 )
3-0 Federico Bonazzoli ('53 )

Bologna 1 - 1 Napoli
0-1 Kostas Manolas ('7 )
1-1 Musa Barrow ('80 )

Milan 3 - 1 Parma
0-1 Jasmin Kurtic ('44 )
1-1 Franck Kessie ('55 )
2-1 Alessio Romagnoli ('59 )
3-1 Hakan Calhanoglu ('77 )
Athugasemdir
banner
banner