Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. júlí 2020 11:36
Elvar Geir Magnússon
Rafn Markús hafnaði Ólsurum - Sigurvin næstur á blaði?
Rafn Markús Vilbergsson.
Rafn Markús Vilbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, hefur hafnað tilboði Víkings Ólafsvíkur um að taka við þjálfun liðsins.

Ólsarar, sem eru með sex stig í Lengjudeildinni, eru í þjálfaraleit eftir að Jón Páll Pálmason var óvænt rekinn í fyrradag.

Ólsarar ræddu við Rafn Markús í vetur og gerðu aðra tilraun til að fá hann til félagsins en án árangurs.

Sögusagnir eru um að Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV og 2. flokks KR, sé næstur á blaði. Sigurvin er einnig sérfræðingur í Pepsi Max-umfjölluninni á Stöð 2 Sport.

Sigurður Jónsson, þjálfari 2. flokks ÍA, hefur einnig verið orðaður við starfið.

Víkingur Ólafsvík á leik gegn Aftureldingu á föstudagskvöld. Brynjar Kristmundsson, sem var aðstoðarþjálfari Jóns Páls, hefur stýrt æfingum eftir að hann var látinn taka pokann sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner