Óli Stefán Flóventsson er hættur sem þjálfari KA en þetta kom fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag.  KA er með þrjú stig eftir fimm leiki í Pepsi Max-deildinni.  Hér að neðan má sjá lista yfir mögulega þjálfara sem gætu tekið við stjórnartaumunum hjá KA en næsti leikur liðsins er gegn Gróttu á laugardag.
                
                
                
                                                                                Þorvaldur Örlygsson - KA maður út í gegn. Spilaði með liðinu og þjálfaði það frá 2000 til 2005. Er í dag þjálfari U19 ára landsliðs Íslands.
            Hallgrímur Jónasson - Var ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari hjá KA fyrir tímabilið. Spilar ekki meira í sumar vegna meiðsla á hné.
            Ejub Purisevic - Hætti með Víking Ó. síðastliðið haust eftir að hafa þjálfað liðið í áraraðir. Þjálfar í dag 3. flokk hjá Stjörnunni.
            Halldór Jón Sigurðsson - Þjálfaði kvennalið Þórs/KA og var aðstoðarmaður Óla Stefáns síðari hlutann á síðasta tímabili. Þjálfar í dag U17 ára lið Örgryte í Svíþjóð.
            Davíð Snorri Jónasson - Þjálfari U17 ára landsliðsins hefur áður verið orðaður við störf í Pepsi Max-deildinni.
            Sigurvin Ólafsson - Sérfræðingur í Pepsi Max-deildinni hjá Stöð 2 Sport. Hefur vakið athygli sem þjálfari KV.
            Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
             
             
             
             
             
             
             
             
             
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
