Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. ágúst 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Will Norris til Burnley (Staðfest)
Burnley hefur verið með augastað á Norris í rúmlega þrjú ár. Frábærar frammistöður hans með Cambridge og Ipswich vöktu athygli.
Burnley hefur verið með augastað á Norris í rúmlega þrjú ár. Frábærar frammistöður hans með Cambridge og Ipswich vöktu athygli.
Mynd: Getty Images
Burnley er búið að staðfesta kaup á Will Norris, 27 ára gömlum varamarkverði Wolves.

Norris skrifar undir þriggja ára samning við Burnley en kaupverðið er óuppgefið. Hann spilaði í heildina átta leiki fyrir Wolves en gerði fína hluti að láni hjá Ipswich í C-deildinni á síðustu leiktíð.

Norris hefur aldrei verið aðalmarkvörður hjá félagi sem er fyrir ofan ensku C-deildina.

Hann hefur spilað fyrir neðrideildalið Hatfield Town, Royston Town, Cambridge United og Braintree Town á ferlinum.

Norris mun berjast við Nick Pope og Bailey Peacock-Farrell um byrjunarliðssæti eftir að Joe Hart og Adam Legzdins yfirgáfu Burnley í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner