Víðir 3 - 2 KFK
1-0 David Toro Jimenez ('28 )
2-0 Bessi Jóhannsson ('38 )
3-0 Markús Máni Jónsson ('41 )
3-1 Atli Dagur Ásmundsson ('89 )
3-2 Tómas Þórðarson ('94 )
1-0 David Toro Jimenez ('28 )
2-0 Bessi Jóhannsson ('38 )
3-0 Markús Máni Jónsson ('41 )
3-1 Atli Dagur Ásmundsson ('89 )
3-2 Tómas Þórðarson ('94 )
Víðir tók á móti KFK í eina leik kvöldsins í 3. deild og komst í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik.
David Jimenez, Bessi Jóhannsson og Markús Máni Jónsson sáu um markaskorun heimamanna.
Víðismenn héldu forystunni allt þar til á lokakaflanum, þegar gestirnir frá Kópavogi náðu að minnka muninn niður í eitt mark.
Atli Dagur Ásmundsson og Tómas Þórðarson skoruðu mörkin en þeim tókst ekki að jafna og urðu lokatölur 3-2.
Þetta er dýrmætur sigur fyrir Víðismenn, sem stökkva upp í 2. sæti deildarinnar en eru þar aðeins með tveggja stiga forystu á Augnablik. Augnablik er á svakalegu skriði og með leik til góða.
KFK situr eftir um miðja deild, með 22 stig eftir 17 umferðir.
Athugasemdir