Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal áfram í viðræðum við Merino
Mynd: EPA
Arsenal er enn í viðræðum við Real Sociedad um spænska miðjumanninn Mikel Merino hjá Real Sociedad.

Merino skoraði sigurmarkið gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum EM í Þýskalandi en þessi 28 ára leikmaður á eitt ár eftir af samningi sínum við spænska félagið.

Hann mætti því fara að ræða við önnur félög í janúar að öllu óbreyttu,

Martin Zubimendi, liðsfélagi Merino, hafnaði að ganga í raðir Liverpool eftir að Real Sociedad sannfærði hann um að vera áfram.

Arsenal hefur verið áberandi í sumarglugganum, seldi Emile Smith Rowe til Fulham og keypti varnarmanninn Riccardo Calafiori.
Athugasemdir
banner