Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Fjögurra marka jafntefli á Akureyri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 2 - 2 Stjarnan
1-0 Margrét Árnadóttir ('38)
1-1 Hrefna Jónsdóttir ('39)
1-2 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('56)
2-2 Sandra María Jessen ('82)

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Stjarnan

Þór/KA tók á móti Stjörnunni í hörkuslag í Bestu deild kvenna í dag og voru Akureyringar sterkari í upphafi leiks.

Margrét Árnadóttir, Amalía Árnadóttir og Sandra María Jessen komust allar nálægt því að taka forystuna fyrir Þór/KA áður en Margréti tókst það á 38. mínútu.

Margrét skoraði þá eftir frábæran undirbúning frá Huldu Ósk Jónsdóttur, en forystan varði stutt því Hrefna Jónsdóttir jafnaði um það bil mínútu síðar. Hrefna vann boltann af Hörpu Jóhannsdóttur í hápressu og skoraði.

Staðan var 1-1 í leikhlé og tóku Garðbæingar forystuna með marki í kjölfar hornspyrnu snemma í síðari hálfleik. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir fékk boltann innan vítateigs og gerði vel að klára með marki.

Þór/KA leitaði að jöfnunarmarki en átti í vandræðum með að skapa sér færi á meðan Stjörnukonur voru hættulegar í skyndisóknum og átti Jessica Ayers skalla í slá á 70. mínútu.

Það var á lokakaflanum sem Akureyringum tókst að jafna metin. Þar var Sandra María á ferðinni þar sem hún skoraði eftir góða sendingu frá Huldu Ósk Jónsdóttur.

Hulda Ósk fékk svo gott færi til að stela sigrinum skömmu síðar en boltinn rataði ekki í netið og urðu lokatölur 2-2.

Þór/KA er áfram í þriðja sæti Bestu deildarinnar, með 29 stig eftir 17 umferðir. Stjarnan er sjötta sæti, með 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner