Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 21:23
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Víkingur rúllaði yfir Tindastól
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 5 - 1 Tindastóll
1-0 Linda Líf Boama ('3)
2-0 Linda Líf Boama ('6)
3-0 Bergdís Sveinsdóttir ('20)
4-0 Freyja Stefánsdóttir ('23)
5-0 Shaina Faiena Ashouri ('50)
5-0 Elise Anne Morris ('89 , misnotað víti)
5-1 Elísa Bríet Björnsdóttir ('89)

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 Tindastóll

Víkingur R. tók á móti Tindastóli í lokaleik kvöldsins í Bestu deild kvenna og rúlluðu heimakonur yfir gestina frá Sauðárkróki.

Linda Líf Boama skoraði tvennu á fyrstu sex mínútunum og var staðan orðin 4-0 eftir 23 mínútur.

Varnarleikur Tindastóls var vandræðalega slakur og skoraði Víkingur mjög auðveld mörk. Bergdís Sveinsdóttir og Freyja Stefánsdóttir komust einnig á blað í fyrri hálfleiknum og gerðu út um viðureignina.

Jordyn Rhodes slapp ein í gegn og fengu Stólar færi til að minnka muninn en tókst ekki.

Shaina Ashouri gerði fimmta mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks þegar hún fékk misheppnaða hreinsun frá varnarmönnum Tindastóls í sig og þaðan hrökk boltinn í netið.

Jordyn komst aftur nálægt því að minnka muninn fyrir Tindastól en ekkert varð úr því. Stólarnir náðu loks að skora mark undir lok leiksins, þegar Elísa Bríet Björnsdóttir fylgdi vítaspyrnu Elise Morris eftir með marki.

Lokatölur urðu því 5-1 og eru Víkingskonur búnar að jafna Þór/KA á stigum í þriðja sæti deildarinnar.

Tindastóll er áfram í fallbaráttu, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner