Valur 0 - 2 Breiðablik
0-1 Damir Muminovic ('37)
0-2 Ísak Snær Þorvaldsson ('67)
0-1 Damir Muminovic ('37)
0-2 Ísak Snær Þorvaldsson ('67)
Lestu um leikinn: Valur 0 - 2 Breiðablik
Valur tók á móti Breiðabliki í toppbaráttu Bestu deildar karla í kvöld og úr varð afar skemmtilegur slagur.
Valsmenn fengu þrjú dauðafæri á fyrsta hálftíma leiksins en Anton Ari Einarsson gerði mjög vel að verja frá sóknarmönnum Vals, sem hefðu þó mátt eiga betri marktilraunir.
Blikar áttu fínan kafla eftir markvörslur Antons Ara og tók Damir Muminovic forystuna fyrir gestina úr Kópavogi. Hann fagnaði nýjum samningi þannig með marki, en hann skoraði eftir klafs í kjölfar hornspyrnu.
Blikar vildu fá vítaspyrnu í tvígang í síðari hálfleik áður en Ísak Snær Þorvaldsson tvöfaldaði forystuna. Hann slapp einn í gegn eftir góða sendingu frá Höskuldi Gunnlaugssyni sem fór yfir vörnina.
Valsarar reyndu að svara fyrir sig en tókst ekki. Anton Ari sá við Jónatan Inga Jónssyni sem reyndi að skora úr þröngu færi og virtist allur kraftur vera farinn úr liði heimamanna á lokamínútunum.
Þetta er afar dýrmætur sigur fyrir Blika sem eru núna aðeins þremur stigum á eftir toppliði Víkings R. í titilbaráttunni, en Víkingur á einnig mikla baráttu framundan í Sambandsdeildinni.
Valur situr eftir í þriðja sæti, með 31 stig úr 18 umferðum - sex stigum á eftir Blikum.
Athugasemdir