Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bournemouth að landa Evanilson fyrir metfé
Mynd: EPA
Sky Sports fjallar í dag um að Bournemouth hafi náð samkomulagi við Porto um kaup á sóknarmanninum Evanilson.

Bournemouth greiðir 31,7 milljónir punda fyrir leikmanninn og ofan á það geta bæst 8,6 milljónir punda í árangurstengdum greiðslm.

Brasilíumaðurinn, sem er 24 ára, mun ferðast til Englands á næsta sólarhring og ganga frá sínum félagaskiptum til Bournemouth.

Enska félagið hefur verið í framherjaleit eftir að ljóst varð að Dominic Solanke færi til Tottenham.

Jefferson Lerma er sem stendur dýrastur í sögu Bournemouth þegar hann kom frá Levante árið 2018. Evanilson verður talsvert dýrari.


Athugasemdir
banner