Valur og Breiðablik mætast í stórleik 18. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu á N1 vellinum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er mikið í húfi fyrir bæði lið. Sigur skiptir sköpum í baráttunni við Víkinga, að minnka forskot þeirra. Blikar eru sem stendur 6. stigum á eftir Víkingum en Valsmenn eru 9. stigum á eftir þeim. Vonandi verður því sóknarbolti spilaður í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 2 Breiðablik
Valsmenn unnu góðan 5 - 1 sigur á HK í síðustu umferð. Sigurður Egill Lárusson er í leikbanni í kvöld í liði heimamanna og þeir gera eina breytingu á liði sínu því Hörður Ingi Gunnarsson kemur inn í liðið. Nýji leikmaður þeirra, Albin Skoglund er svo á bekknum.
Breiðablik gerði 2 - 2 jafntefli við Stjörnuna í síðustu umferð og gera þeir engar breytingar á liði sínu.
Byrjunarlið Valur:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson (f)
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir