Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 14:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Víkings í Tallinn: Tvær breytingar frá fyrri leiknum
Fyrirliðinn Niko mættur aftur í liðið.
Fyrirliðinn Niko mættur aftur í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnr klár í slaginn!
Gunnr klár í slaginn!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:00, að íslenskum tíma, mætir Víkingur liði Flora Tallinn í úrslitaleik um sæti í næstu umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Leikurinn er liður í 3. umferð forkeppninnar og er staðan 1-1 eftir fyrri leikinn á Víkingsvelli. Leikurinn í dag fer fram á Le Coq Arena í Tallinn, höfuðborg Eistlands.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir tvær breytingar frá fyrri leik liðanna. Gunnar Vatnhamar kemur inn í liðið fyrir Jón Guðna Fjóluson og Nikolaj Hansen kemur inn fyrir Danijel Dejan Djuric. Jón Guðni og Danijel eru á bekknum. Þar eru einnig menn eins og Erlingur Agnarsson, Helgi Guðjónsson og Tarik Ibrahimagic.

Samkvæmt UEFA er Víkingur í 4-4-2 með þá Nikolaj og Aron Elís í fremstu línu.

Lestu um leikinn: Flora Tallinn 1 -  2 Víkingur R.

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Athugasemdir
banner
banner