Spænska félagið Girona, sem er í eigu City Football Group sem eiga einnig Manchester CIty á Englandi, hefur fest kaup á norður-makedónska framherjanum Bojan Miovski.
Miovski kemur úr röðum Aberdeen í Skotlandi og kostar um 10 milljónir evra. Hann er keyptur inn sem arftaki Artem Dovbyk, sem var seldur til Roma fyrir 40 milljónir á dögunum.
Það verður ekki auðvelt verk að fylla í skarðið sem Dovbyk skilur eftir, enda kom Úkraínumaðurinn að 35 mörkum í 41 leik með Girona á síðustu leiktíð. Hann var einn af meginþáttunum á bakvið velgengni liðsins, sem reyndist spútnik lið tímabilsins á Spáni og endaði í þriðja sæti deildarinnar með 81 stig úr 38 umferðum.
Miovski er 25 ára og tók beinan þátt í 30 mörkum í 53 leikjum með Aberdeen á síðustu leiktíð.
Girona hefur nýtt tímabil í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Real Betis.
BENVINGUT BOJAN! ????
— Girona FC (@GironaFC) August 15, 2024
Athugasemdir