Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Hoffenheim reynir að stela Hlozek undan Leicester
Hinn 22 ára gamli Hlozek á 2 mörk í 34 landsleikjum fyrir Tékkland eftir að hafa verið lykilleikmaður upp yngri landsliðin.
Hinn 22 ára gamli Hlozek á 2 mörk í 34 landsleikjum fyrir Tékkland eftir að hafa verið lykilleikmaður upp yngri landsliðin.
Mynd: EPA
Leicester City var talið vera stutt frá því að ganga frá félagaskiptum fyrir tékkneska sóknarleikmanninn Adam Hlozek sem átti að koma til félagsins á lánssamningi frá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen, með kaupskyldu ef Leicester tækist að forðast fall úr ensku úrvalsdeildinni.

Leicester átti að greiða tæpar 20 milljónir punda í heildina fyrir skiptin, en nú hefur Hoffenheim ákveðið að skerast í leikinn og gæti þýska félagið stolið Hlozek undan nefinu á Leicester.

Leicester er enn talið vera líklegra félagið til að ganga frá félagaskiptunum, en Hoffenheim gæti freistað þess að stela Hlozek með að bjóðast til að kaupa hann beint án þess að fá hann fyrst lánaðan.

Hoffenheim er með fjármagn til að ganga frá kaupunum eftir að hafa selt Maximilian Beier til Borussia Dortmund fyrir um 30 milljónir evra á dögunum.

Leicester er aftur á móti búið að nota peninginn sem það fékk fyrir söluna á Kiernan Dewsbury-Hall til Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner