Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið eftirsóttur í sumar. Girona á Spáni vildi fá hann til að leysa Artem Dovbyk - markahæsta leikmann La Liga á síðustu leiktíð - af hólmi. Orri Steinn hefur einnig verið orðaður við félög á Ítalíu í sumar.
FC Kaupmannahöfn hefur hafnað stórum tilboðum - upp á um 15 milljónir punda - í Orra Stein í sumar og ætlar félagið sér að fá meira fyrir þennan bráðefnilega sóknarmann.
FC Kaupmannahöfn hefur hafnað stórum tilboðum - upp á um 15 milljónir punda - í Orra Stein í sumar og ætlar félagið sér að fá meira fyrir þennan bráðefnilega sóknarmann.
Daily Mail skrifaði í gær grein um efnilegustu leikmenn Evrópu og þar er nafn Orra á lista.
Í greininni kemur fram að miklar vonir séu bundnar við Orra og hans framtíð í fótboltanum. Hann hafi verið meira metinn en Rasmus Höjlund, núverandi sóknarmaður Manchester United, í akademíu FCK.
„Eftir tvö ár verður hann 50 milljón punda framherji," segir sérfræðingur í evrópskum leikmannamálum Daily Mail. Það jafngildir um 8,9 milljörðum íslenskra króna.
„Orri hefur nú þegar vakið áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni og það kæmi ekkert á óvart ef hann spilar í þeirri deild á innan við tveimur árum," segir jafnframt í greininni.
Athugasemdir