Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Dýrmætir sigrar hjá Fram og Selfoss - Jada með þrennu
Kvenaboltinn
Mynd: Grindavík
Mynd: Hrefna Morthens
Þremur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í Lengjudeild kvenna, þar sem Fram vann góðan sigur á útivelli gegn ÍBV í toppbaráttunni.

Emma Björt Arnarsdóttir og Birna Kristín Eiríksdóttir sáu um markaskorunina fyrir Fram í Vestmannaeyjum, og eru þær bláklæddur búnar að jafna Gróttu á stigum í öðru sæti - en Seltirningar eiga leik til góða.

ÍBV situr eftir í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Fram.

Grindavík rúllaði þá yfir botnlið ÍR í fallbaráttunni, þar sem Jada Lenise Colbert gerði sér lítið fyrir og skoraði frábæra þrennu. Grindavík er með 17 stig eftir 15 umferðir, þremur stigum fyrir ofan Selfoss í fallsæti.

Selfoss vann útileik gegn Aftureldingu og er þetta aðeins þriðji sigur liðsins á tímabilinu.

Unnur Dóra Bergsdóttir, Katrín Ágústsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir sáu um markaskorunina. Selfoss er þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni, með 14 stig eftir 15 umferðir.

Afturelding er með 21 stig.

ÍBV 1 - 2 Fram
0-1 Emma Björt Arnarsdóttir ('28)
1-1 Ágústa María Valtýsdóttir ('49)
1-2 Birna Kristín Eiríksdóttir ('66)

Grindavík 4 - 0 ÍR
1-0 Jada Lenise Colbert ('9)
2-0 Jada Lenise Colbert ('15)
3-0 Helga Rut Einarsdóttir ('63)
4-0 Jada Lenise Colbert ('71)

Afturelding 1 - 3 Selfoss
0-1 Unnur Dóra Bergsdóttir ('38)
1-1 Katrín Rut Kvaran ('62)
1-2 Katrín Ágústsdóttir ('74)
1-3 Hólmfríður Magnúsdóttir ('82)
Athugasemdir
banner
banner