Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 21:52
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: HK afgreiddi ÍA í fyrri hálfleik
Kvenaboltinn
Olga skoraði fyrsta mark kvöldsins í Kórnum.
Olga skoraði fyrsta mark kvöldsins í Kórnum.
Mynd: HK
HK 3 - 1 ÍA
1-0 Olga Ingibjörg Einarsdóttir ('7)
2-0 Brookelynn Paige Entz ('30)
3-0 Hrafnhildur Salka Pálmadóttir ('40)
3-1 Juliana Marie Paoletti ('56)

HK og ÍA áttust við í síðasta leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og lentu heimakonur í Kópavogi ekki í miklum vandræðum gegn Skagakonum.

Olga Ingibjörg Einarsdóttir tók forystuna snemma leiks áður en Brookelynn Entz og Hrafnhildur Salka Pálmadóttir bættu sitthvoru markinu við.

Staðan var því orðin 3-0 fyrir HK í leikhlé og tókst ÍA að minnka muninn í síðari hálfleik, en mark frá Juliana Paoletti nægði ekki til að kveikja í endurkomu.

Lokatölur urðu 3-1 og er þetta tap skellur fyrir ÍA sem gat jafnað Fram og Gróttu að stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri.

HK er núna komið með 21 stig eftir 15 umferðir, einu stigi á eftir ÍA og fjórum stigum frá öðru sætinu.
Athugasemdir
banner
banner