Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 16:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd áfram í viðræðum við PSG og Burnley
Sander Berge.
Sander Berge.
Mynd: EPA
Manuel Ugarte.
Manuel Ugarte.
Mynd: EPA
Manchester United vill fá inn miðjumann áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Félagið hefur verið orðað við Youssouf Fofana, Manuel Ugarte og Sander Berge að undanförnu.

Fofana er leikmaður Mónakó og opnaði United á samtalið við félagið en svo varð ekkert meira úr því.

Ugarte er áfram aðalskotmark United, en enska félagið er ekki tilbúið að samþykkja að greiða eins háa upphæð og PSG vill fyrir Úrúgvæjann.

Ugarte vill fara til United og PSG er undir smá pressu að ná samkomulagi eftir að Joao Neves var keyptur á háa upphæð í sumar.

Á meðan PSG vill fá um 50 milljónir punda fyrir Ugarte sem United finnst alltof mikið.

Á meðan langt er á milli í viðræðum félaganna þá skoðar United aðra kosti. Sander Berge hjá Burnley er einnig á lista og Sky Sports fjallar um að samtalið milli United og Burnley sé virkt.

United á sjóði til að nýta í leikmannakaup, það er ekki vandamálið, heldur þarf félagið að passa sig að brjóta ekki fjármálareglur úrvalsdeildarinnar.

Þess vegna gætu kaup á nýjum leikmani farið eftir því hvort að Victor Lindelöf, Scott McTominay eða Jadon Sancho fari frá félaginu. Sancho hefur einmitt verið orðaður við PSG.
Athugasemdir
banner