Crystal Palace er búið að hafna þriðja tilboði Newcastle United í enska landsliðsmiðvörðuinn Marc Guéhi.
Tilboð Newcastle er talið hafa numið um 60 milljónum punda í heildina en það er ekki nóg fyrir Palace, sem er talið vilja fá 65 til 70 milljónir fyrir.
Sky Sports greinir frá þessu og heldur því fram að Newcastle sé einnig að skoða aðra miðverði ef viðræður um Guéhi sigla í strand.
Crystal Palace hefur áhuga á ýmsum miðvörðum til að fylla í skarðið fyrir Guéhi verði hann seldur, en félagið er einnig í leit að vinstri vængbakverði og er Þjóðverjinn Robin Gosens efstur á lista.
Gosens er 30 ára gamall leikmaður Union Berlin en þar áður var hann varaskeifa hjá Inter eftir að hafa verið algjör lykilmaður í liði Atalanta.
Gosens myndi berjast við Tyrick Mitchell um byrjunarliðssæti hjá Palace.
Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, hefur miklar mætur á Gosens, sem á 20 leiki að baki fyrir þýska landsliðið.
Athugasemdir