Mauricio Pochettino virðist vera að taka við sem nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. Argentínumaðurinn, sem er fyrrum stjóri Chelsea og Tottenham, hefur meðal annars verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið.
Pochettino mun stýra Bandaríkjunum á HM 2026 en mótið er að mestu haldið í landinu en einhverjir leikir fara einnig fram í Kanada og Mexíkó.
Pochettino mun stýra Bandaríkjunum á HM 2026 en mótið er að mestu haldið í landinu en einhverjir leikir fara einnig fram í Kanada og Mexíkó.
Guardian segir að viðræður hafi verið í gangi milli Pochettino og bandaríska sambandsins í einhverjar vikur og aðilar að komast að samkomulagi.
Bandaríkin komst ekki upp úr riðli sínum á Copa America og Gregg Berhalter var látinn fara í kjölfarið.
Bandaríkin leika gegn Kanada þann 7. september og vonast til að Pochettino verði orðinn þjálfari fyrir þann leik.
Athugasemdir