Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 12:22
Elvar Geir Magnússon
Sjóðheitur Bobb þarf að fara undir hnífinn
Oscar Bobb leikmaður Manchester City er á leið til Barcelona þar sem hann mun gangast undir aðgerð vegna fótbrots en gæti snúið aftur til keppni fyrir jól.

Þessi 21 árs norski landsliðsmaður hefur fengið verðskuldað lof fyrir flotta frammistöðu með City á undirbúningstímabilinu. Hann var valinn maður leiksins í sigrinum gegn Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi.

Meiðslin eru högg fyrir leikmanninn unga sem var farinn að gera tilkall að spila reglulega á hægri vængnum í liði Pep Guardiola.

Mail Sport segir að hann verði á meiðslalistanum í þrjá til fjóra mánuði ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni.
Athugasemdir
banner