Ungverjaland U17 0 - 1 Ísland U17
0-1 Helgi Hafsteinn Jóhannsson ('2)
0-1 Helgi Hafsteinn Jóhannsson ('2)
U17 landslið karla er sterkt í ár og unnu Strákarnir okkar góðan sigur á útivelli gegn Ungverjalandi í dag.
Ísland er að spila á æfingamótinu Telki Cup í Ungverjalandi og tapaði opnunarleiknum naumlega gegn ógnarsterku liði Ítalíu, 4-3.
Í dag tóku íslensku táningarnir forystuna snemma leiks, eða eftir rétt rúmlega mínútu, og héldu henni til leiksloka. Þeir unnu þá boltann hátt uppi á vellinum og skoruðu eftir vandræðagang í ungversku vörninni. Það var Grindvíkingurinn Helgi Hafsteinn Jóhannsson, sem nýlega samdi við Álaborg, sem skoraði eina mark leiksins. Lokatölur urðu 0-1 fyrir Ísland.
Ísland spilar við Suður-Kóreu í lokaumferðinni sem fer fram á laugardag, en Suður-Kórea vann Ungverjaland í fyrstu umferð og tapaði svo gegn Ítalíu, og er því með þrjú stig alveg eins og Ísland.
Þetta var sjötta innbyrðisviðureign Íslands og Ungverjaland í U17 aldursflokki og fyrsti sigur Íslands. Ungverjar eiga fjóra sigra en einn leikur endaði í jafntefli.
Horfðu á leikinn
Athugasemdir