Heimild: KA

Búið er að taka ákvörðun um að fresta úrslitaleik Mjólkurbikars karla sem fara átti fram föstudaginn 23. ágúst næstkomandi fram í september.
Víkingur og KA mætast í úrslitaleiknum þetta árið og þegar ljóst varð í kvöld að Víkingur komst áfram í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu var ljóst að ekki yrði hægt að spila leikinn á settum degi.
Víkingur mun mæta Santa Coloma frá Andorra næstkomandi fimmtudag 22. ágúst í Víkinni og svo viku síðar í Andorra, 29. ágúst.
Viðureignin við Santa Coloma verður úrslitaviðureign um að komast í riðlakeppnina og möguleikar Víkinga eru taldir miklir á að slá liðið út.
Ný dagsetning hefur verið fundin fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins, 21. september sem er laugardagur og hentar enn betur fyrir stuðningsmenn KA sem þurfa að gera sér bæjarferð á Laugardalsvöll.
Athugasemdir