Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Villarreal kaupir Evrópumeistarann Ayoze Pérez (Staðfest)
Pérez spilaði í um það bil stundarfjórðung á EM í sumar, þegar hann kom inn af bekknum gegn Ítalíu í riðlakeppninni.
Pérez spilaði í um það bil stundarfjórðung á EM í sumar, þegar hann kom inn af bekknum gegn Ítalíu í riðlakeppninni.
Mynd: EPA
Spænska félagið Villarreal hefur nýtt sér ótrúlega lágt riftunarákvæði í samningi spænska landsliðsmannsins Ayoze Pérez við Real Betis.

Villarreal kaupir kantmanninn því fyrir um 5 milljónir evra, en Pérez gekk til liðs við Betis á frjálsri sölu í fyrra með því skilyrði að hafa lágt riftunarákvæði í samningi sínum við félagið.

Pérez átti flott tímabil með Betis á síðustu leiktíð þar sem hann kom að 13 mörkum í 38 leikjum og vann sér um leið sæti í spænska landsliðshópnum sem vann Evrópumótið í sumar.

Hinn 31 árs gamli Pérez gerir fjögurra ára samning við Villarreal, en hann hefur einnig leikið fyrir Newcastle United og Leicester City á ferlinum, eftir að hafa alist upp á Tenerife.


Athugasemdir
banner
banner
banner