Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 15. september 2019 11:44
Brynjar Ingi Erluson
Courtois pirraður á Hazard - „Hann var alltaf að reyna hælsendingar"
Eden Hazard
Eden Hazard
Mynd: Getty Images
Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid á Spáni, var ekki sáttur með liðsfélaga sinn, Eden Hazard, í 3-2 sigrinum á Levante í gær.

Hazard kom til Madrídarliðsins frá Chelsea í sumar en hann kom inná sem varamaður í sigri Real Madrid í gær.

Það var nóg að gera hjá Courtois í markinu en Levante pressaði mikið undir lokin í leit að jöfnunarmarki.

Þó Courtois hafi í heildina verið ánægður með framlag Hazard í gær, sem var hans fyrsti deildarleikinn fyrir félagið þá varð hann um leið mjög pirraður á hælsendingunum.

„Eden sýndi hvað hann getur gert þegar hann skoraði næstum því í leiknum. Hann var rólegur á boltanum og var mikið að leggja upp fyrir menn," sagði Courtois.

„Ég varð samt mjög reiður út í hann nokkrum sinnum því hann reyndi alltaf hælsendingar og gaf þannig frá sér boltann," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner