Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. september 2019 16:35
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Frábær sigur Keflavíkur dugði ekki til
Keflavík er fallið niður í Inkasso
Keflavík er fallið niður í Inkasso
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 4 - 1 HK/Víkingur
0-1 Eva Rut Ásþórsdóttir ('2 )
1-1 Natasha Moraa Anasi ('26 )
2-1 Kristrún Ýr Holm ('33 )
3-1 Natasha Moraa Anasi ('59 )
4-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('75 )

Keflavík er fallið úr Pepsi Max-deild kvenna þrátt fyrir 4-1 sigur á HK/Víkingi í 17. umferð deildarinnar í dag.

Það þurfti að seinka leiknum um fimmtán mínútur en hann átti upphaflega að fara fram klukkan 14:00 á Nettóvellinum. Það var ákveðið að færa leikinn inn í Reykjaneshöllina vegna veðurs en hún var læst þegar að höllinni var komið og seinkunin fimmtán mínútur.

Eva Rut Ásþórsdóttir kom gestunum yfir á 2. mínútu áður en Natasha Moraa Anasi jafnaði metin rúmum tuttugu mínútum síðar. Kristrún Ýr Holm kom Keflvíkingum yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Keflavíkurliðið bætti við tveimur mörkum í þeim síðari en Natasha og Sveindís Jane Jónsdóttir gerðu mörkin og lokatölur 4-1. Það var þó ekki nóg fyrir Keflavík þar sem ÍBV vann Fylki 2-0.

Keflavík er því fallið niður í Inkasso en liðið er með 13 stig fyrir lokaumferðina, fimm stigum á eftir ÍBV.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner