þri 15. september 2020 21:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild kvenna: Grindavík vann sterkan sigur á toppliðinu
Una Rós skoraði fyrsta mark Grindavíkur í kvöld.
Una Rós skoraði fyrsta mark Grindavíkur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 3 - 0 HK
1-0 Una Rós Unnarsdóttir ('20)
2-0 Unnur Stefánsdóttir ('55)
3-0 Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir ('95)

Grindavík fékk topplið HK í heimsókn í 2. deild kvenna í dag. HK hafði fyrir leikinn unnið tíu leiki og tapað tveimur leikjum á meðan Grindavík var með sjö stigum minna á töflunni.

Una Rós kom heimakonum yfir á 20. mínútu og Unnur Stefánsdóttir bætti við forystuna á 55. mínútu. Á lokamínútu leiksins skoraði Melkorka Ingibjörg þriðja mark Grindavíkur og innsiglaði sigurinn.

HK er áfram á toppi deildarinnar með 30 stig eftir þrettán leiki, Grindavík er með 26 stig eftir tólf leiki og Fjarðab/Höttur/Leiknir er með 23 stig eftri tólf leiki. Alls eru leiknar sextán umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner