Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. september 2020 06:00
Aksentije Milisic
Þýski bikarinn: Bellingham á skotskónum
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fórum fram í þýska bikarnum í gær.

Borussia Dortmund heimsótti Duisburg og fóru gestirnir með öruggan sigur af hólmi. Jadon Sancho skoraði fyrsta markið en það gerði hann úr vítarspyrnu á 14. mínútu leiksins.

Það var síðan hinn ungi og efnilegi Jude Bellingham sem skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið en hann kom til liðs við Dortmund frá Birmingham. Það tók hann einungis hálftíma að komast á blað.

Dominic Volkmer fékk rautt spjald hjá heimamönnum á 38. mínútu leiksins og var róðurinn þungur eftir það. Thorgan Hazard, Giovanni Reyna og Marco Reus skoruðu næstu þrjú mörk liðsins og öruggur sigur Dortmund staðreynd.

Önnur úrslit gærdagsins má sjá hér fyrir neðan.

Duisburg 0 - 5 Borussia D.
0-1 Jadon Sancho ('14 , víti)
0-2 Jude Bellingham ('30 )
0-3 Thorgan Hazard ('39 )
0-4 Giovanni Reyna ('50 )
0-5 Marco Reus ('58 )
Rautt spjald: Dominic Volkmer, Duisburg ('38)

RW Essen 1 - 0 Arminia Bielefeld
1-0 Simon Engelmann ('33 )

Dynamo Dresden 4 - 1 Hamburger
1-0 Yannick Stark ('3 )
2-0 Robin Becker ('16 )
3-0 Christoph Daferner ('53 )
3-1 Amadou Mvom Onana ('89 )
4-1 Sebastian Mai ('90 , víti)

Wurzburger Kickers 2 - 3 Hannover
0-1 Hendrik Weydandt ('23 )
0-2 Dominik Kaiser ('59 )
0-3 Timo Hubers ('78 )
1-3 Robert Herrmann ('90 , víti)
2-3 Arne Feick ('90 )
Athugasemdir
banner