Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. september 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Torino reynir að fá Torreira á láni
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Torino er í viðræðum við Arsenal um að fá miðjumanninn Lucas Torreira á láni.

Torino vill fá Torreira á láni út tímabilið með möguleika á kaupum næsta sumar á 22 milljónir punda.

Fiorentina hefur einnig sýnt áhuga á að fá Torreira í sínar raðir.

Úrúgvæinn kom til Arsenal frá Sampdoria á 26 milljónir punda fyrir tveimur árum og byrjaði af krafti.

Á síðasta tímabili var hann hins vegar aftarlega í goggunarröðinni eftir að Mikel Arteta tók við stjórnartaumunum.
Athugasemdir
banner
banner