Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   mið 15. september 2021 22:47
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Erum allir að spila sama lagið
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Fyrst og fremst fótboltaleikur þótt að gæðalega séð hafi hann verið svolítið opinn fyrir smekk sumra en mér fannst þetta bara eins og þetta á að vera. Það sem er mér efst í huga er fjöldi stuðningsmanna sem að kemur með okkur hingað eftir að við höfum átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum og veita okkur mikla hjálp eftir að við höfum átt erfiða tíma.“
Sagði Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfum Keflavíkur um leikinn eftir 5-3 sigur Keflavíkur á HK í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

Keflavík sem hefur verið í lægð í deildinni að undanförnu og ekki unnið leik í talsverðan tíma þar. Gáfu leikmenn Eysteini og Sigurði Ragnari meðþjálfara hans þau svör sem þeir hafa leitað eftir í kvöld?

„Já, ég held að það sé yfirleitt þannig að þegar við erum allir að spila sama lagið þá er erfitt að vinna okkur. Ef við skoðum frammstöðurnar í sumar þá er það lykillinn hjá okkur að vera samstilltir og tilbúnir að hlaupa hver fyrir annan.“

Fókus Keflavíkur næstu daga er þó ekki á Mjólkurbikarinn en framundan eru tveir mikilvægir leikir í Pepsi Max deildinni. Eftir úrslit kvöldsins er Eysteinn bjartsýnn?

„Já ég hef alltaf trú á þessum strákum og við sögðum það fyrir leikinn að þrátt fyrir að það hafi gengið illa undanfarið þá missum við aldrei trúna enda sýndu þeir það í dag að það er engin ástæða til þess. “

Sagði Eysteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner