Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   mið 15. september 2021 22:47
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Erum allir að spila sama lagið
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Fyrst og fremst fótboltaleikur þótt að gæðalega séð hafi hann verið svolítið opinn fyrir smekk sumra en mér fannst þetta bara eins og þetta á að vera. Það sem er mér efst í huga er fjöldi stuðningsmanna sem að kemur með okkur hingað eftir að við höfum átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum og veita okkur mikla hjálp eftir að við höfum átt erfiða tíma.“
Sagði Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfum Keflavíkur um leikinn eftir 5-3 sigur Keflavíkur á HK í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

Keflavík sem hefur verið í lægð í deildinni að undanförnu og ekki unnið leik í talsverðan tíma þar. Gáfu leikmenn Eysteini og Sigurði Ragnari meðþjálfara hans þau svör sem þeir hafa leitað eftir í kvöld?

„Já, ég held að það sé yfirleitt þannig að þegar við erum allir að spila sama lagið þá er erfitt að vinna okkur. Ef við skoðum frammstöðurnar í sumar þá er það lykillinn hjá okkur að vera samstilltir og tilbúnir að hlaupa hver fyrir annan.“

Fókus Keflavíkur næstu daga er þó ekki á Mjólkurbikarinn en framundan eru tveir mikilvægir leikir í Pepsi Max deildinni. Eftir úrslit kvöldsins er Eysteinn bjartsýnn?

„Já ég hef alltaf trú á þessum strákum og við sögðum það fyrir leikinn að þrátt fyrir að það hafi gengið illa undanfarið þá missum við aldrei trúna enda sýndu þeir það í dag að það er engin ástæða til þess. “

Sagði Eysteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir