Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 15. september 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag bað moldóvsku stuðningsmennina afsökunar
Cristiano Ronaldo og Erik ten Hag ræða málin á æfingu
Cristiano Ronaldo og Erik ten Hag ræða málin á æfingu
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, vildi ekki gefa það upp hvort Cristiano Ronaldo verði með liðinu gegn Sheriff í Evrópudeildinni í kvöld en liðið er nú í Moldóvu að undirbúa sig fyrir leikinn.

Fólkið í Moldóvu var gríðarlega spennt fyrir því að fá Ronaldo til landsins og mætti stór hópur fólks fyrir utan flugvöllinn til að fá að hitta átrúnaðargoðið og liðsfélaga hans.

Ronaldo byrjaði fyrsta leik liðsins í Evrópudeildinni í 1-0 tapinu gegn Real Sociedad í síðustu viku en ekki er ljóst hvort hann spili gegn Sheriff í kvöld.

„Mér þykir rosalega fyrir því en moldóvsku stuðningsmennirnir verða að bíða fram að leik," sagði Ten Hag er hann var spurður út í það hvort Ronaldo myndi spila leikinn.

Stuðningsmennirnir eru að vonast eftir því að hitta Ronaldo eftir leikinn og fá áritanir en Ten Hag gaf í skyn að liðið myndi ekki staldra lengi við í Moldóvu eftir leikinn.

„Eftir leikinn verðum við að fara strax út á flugvöll og snúa aftur til Manchester því leikmennirnir eru á leið í landsliðsverkefni og þurfa að vera klárir í það," sagði Ten Hag ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner