þri 15. október 2019 09:15
Elvar Geir Magnússon
Allegri vill fá Evra með sér ef hann tekur við Man Utd
Powerade
Massimilano Allegri.
Massimilano Allegri.
Mynd: Getty Images
Mandzukic er orðaður við United.
Mandzukic er orðaður við United.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allegri, Evra, Emerson, Kante, Mandzukic og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus, vill fá Patrice Evra í þjálfarateymi sitt ef hann verður ráðinn stjóri Manchester United. (Daily Mail)

Kevin Glazer, einn af meðlimum Glazer fjölskyldunnar sem á Manchester United, ætlar að selja 13% hlut sinn í United. (The Sun)

Maurizio Sarri, fyrrum stjóri Chelsea, vill fá Emerson Palmieri (25) og N'Golo Kante (28) til að yfirgefa Chelsea og ganga í raðir Juventus. (Daily Express)

Sarri vill einnig fá Christian Eriksen (27), miðjumann Tottenham. Juventus gæti boðið Tottenham að fá Adrien Rabiot (24) í skiptum fyrir Hollendinginn. (Le 10 Sport)

AC Milan er að íhuga að gera janúartilboð í Mohamed Elneny (27), miðjumann Arsenal sem er sem stendur á láni hjá Besiktas. (Gazzetta)

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, segir að það yrði kjánalegt ef Mauricio Pochettino myndi hætta hjá Tottenham til að taka við Manchester United því það gæti tekið einhver ár að byggja upp lið United. (Mirror)

Manchester United er vongott um að Juventus muni taka 9 milljóna punda tilboð í króatíska sóknarmanninn Mario Mandzukic (33). (Goal.com)

Chelsea er eitt af þeim úrvalsdeildarfélögum sem eru á eftir sóknarmiðjumanninum Charlie Allen (15) sem er kominn í aðalliðshóp Norður-írsku meistarana í Linfield. (Daily Express)

Victor Lindelöf (25) segist ekkert hafa pælt í slúðursögunum sem orðuðu hann við Barcelona í sumar. Svíinn segir að öll einbeiting sín sé á Manchester United. (Goal.com)

Manchester United er tilbúið að láta Ole Gunnar Solskjær fá pening til leikmannakaupa í janúar en vill ekki borga of mikið fyrir leikmenn bara til að bjarga tímabilinu. (ESPN)

Paris St-Germain hefur staðfest að Neymar (27) verði frá í fjórar vikur. (Mirror)

Arsene Wenger mun opna sig um stjóraferilinn hjá Arsenal á næsta ári þegar sjálfsævisaga hans kemur út. (London Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner