Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 16:57
Elvar Geir Magnússon
Víkingsvelli
Undankeppni EM U21: Glæsilegur íslenskur sigur gegn Írlandi
Sveinn Aron fagnar.
Sveinn Aron fagnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland U21 1 - 0 Írland U21
1-0 Sveinn Aron Guðjohnsen ('30, víti)

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Ísland vann glæsilegan sigur gegn Írlandi í undankeppni EM U21 en leiknum var að ljúka.

Ísland komst yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Eftir hornspyrnu skaut varnarmaðurinn Ari Leifsson að marki og boltinn fór í hendina á varnarmanni Írlands. Sveinn Aron Guðjohnsen fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi.

Þetta reyndist eina mark leiksins en íslenska liðið náði að loka gríðarlega vel á gesti sína í dag. Flott svar frá liðinu eftir stórt tap gegn Svíþjóð um síðustu helgi.

Flottur sigur Íslands en Írarnir höfðu ekki tapað leik í riðlinum fyrir daginn í dag. Þeir eru enn á toppi riðilsins með 10 stig en Ísland er með 9 stig.

Skýrsla og viðtöl úr leiknum koma inn á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner