Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 15. október 2021 16:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Fer Heiðar Ægis í FH?
Heiðar Ægisson.
Heiðar Ægisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur áhuga á að fá Heiðar Ægisson samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Heiðar er bakvörður sem uppalinn er hjá Stjörnunni og hefur verið í stóru hlutverki síðan árið 2014. Heiðar lék undir stjórn Ólafs Jóhannessonar árið 2020 og er Ólafur í dag þjálfari FH.

Heiðar er að renna út á samningi hjá Stjörnunni á næstu dögum og er frjálst að ræða við önnur félög.

Heiðar er fæddur árið 1995 og lék á sínum tíma tólf leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Heiðar lék átján leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði eitt mark.

Hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 og bikarmeistari árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner