Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. október 2021 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Frakkland: Mbappe afgreiddi Angers í fjarveru Messi og Neymars
Kylian Mbappe lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu
Kylian Mbappe lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu
Mynd: EPA
PSG 2 - 1 Angers
0-1 Angelo Fulgini ('36 )
1-1 Danilo Pereira ('69 )
2-1 Kylian Mbappe ('87, víti )

Franska stórliðið Paris Saint-Germain rétt náði að bera sigur úr býtum gegn Angers í frönsku deildinni í kvöld, 2-1.

Lionel Messi, Angel Di Maria, Neymar og Marquinhos voru meðal þeirra leikmanna sem voru fjarverandi í kvöld og var það því í verkahring Kylian Mbappe að leiða liðið.

Angelo Fulgini kom Angers yfir á 36. mínútu áður en Mbappe lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Danilo Pereira þegar um það bil tuttugu mínútur voru eftir.

PSG fékk vítaspyrnu undir lok leiksins og steig Mbappe á punktinn og skoraði örugglega.

Liðið er á toppnum með 27 stig eftir tíu leiki en Lens kemur næst á eftir í öðru sæti með 18 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner